Lífríki

Sjór þekur mestan part jarðarinn eða rúma tvo þriðju. Lífríki sjávarins er auðugt af tegundum og eru bæði dýra- og  gróðurríki gífurlega fjölbreytt í hafinu. Ótal tegundir fiska eru í sjónum, slatti af spendýrum, margvíslegir þörungar ásamt allskyns krabbategundum, plöntu- og dýrasvifi og allt eru þetta meðal þeirra tegunda lífvera sem finnast í hafinu. Má nefna að elstu og stærstu dýr jarðarinnar búa í sjónum. Hvalir eru stærstir allra dýra  og elsta aldursgreinda dýrið er kúfskel sem fannst í sjónum norður af Íslandi. Til gaman má geta að kúfskelin fékk gælunafnið Ming í höfuð á ættarveldinu sem ríkti í Kína á þeim tíma sem skelin varð til.

Rekja má upphaf lífs á jörðinni til sjávarins. Í milljónir ára lifðu og hrærðust dýr neðansjávar en með tíma og þróun gerðist það að hluti þeirra leitaði á yfirborðið. Landdýr eru því mun yngri tegundir en sjávardýr. 

Flóinn