Fiskar

Í sjónum við Ísland er mikið líf. Fjölmargar fiskategundur lifa þar að staðaldri og flækjast þangað einnig margar tegundir í heimsókn. Það hve auðugur sjórinn er af lífi hefur reynst Íslendingum vel þar sem við höfum getað leitað í sjóinn til að fæða og klæða okkur. Fiskarnir í sjónum skipa veigamiklu hlutverki í hagkerfi Íslendinga og ættu allir Íslendingar að þekkja þá helstu sem er að finna hér.