Bláuggatúnfiskur

Bláuggatúnfiskur er fiskur sem Japanir eru sólgnir í sem sushi. Svo sólgnir eru þeir í bláuggatúnfisk að hann er með aldýrustu fiskum heims. Stakur fiskur getur selst á margar milljónir króna, jafnvel milljónatugi. Saga túnfiskveiða við Ísland er ekki löng og fyrstu skipulögðu veiðar bláuggans voru 1996 þegar japönsk skip sóttu um leyfi til að veiðanna. Talið hafði verið fram að því að hann væri gestur í sjónum við Ísland sem kæmi stundum við. Frá fyrstu veiðum Japananna og rannsóknum hafrannsóknarstofnunar, sem ávallt var með í för, hefur orðið mikil þróun. Nú veiða Íslendingar sjálfir bláuggatúnfiskinn hér eftir leiðbeiningum ríkisins. Kvótinn sem veiða má af honum árið 2015 er 36 tonn.

bláugga túnfiskur

Bláuggatúnfiskar eru með stærstu beinfiskum hafsins og geta orðið meira en hálft tonn á þyngd. Ólíkt flestum fiskum eru bláuggatúnfiskar með heitt blóð sem krefst talsverðrar orku og mikils súrefnis. Borða túnfiskar því mikið og þá helst smærri fiska og smokkfiska og eru þeir sífellt á ferð um sjóinn til að taka upp nóg súrefni úr honum. Ef þeir lenda í neti drukkna þeir vegna þess að þeir fá ekki nægjanlegt súrefni. Túnfiskarnir geta orðið talsvert stórir eða allt að rúmum 700 kílóum. Þeir eru mjög kraftmiklir og ná í kringum 70 km/klst hraða þegar þeir flýta sér.