Karfar

Meðal algengusti fiska við Ísland eru karfar. Við Ísland eru karfategundir mjög líkar. Erfitt er að greina á milli þeirra og hefur nákvæm tala yfir fjölda tegunda þeirra því ekki fengist en talið er að hún sé frá þremur uppí sjö.  Gullkarfi, sem oftast er einungis kallaður karfi, er algengasta og þekktasta tegundin. Úthafskarfi og djúpkarfi eru einnig verðmætir nytjafiskar en óvíst er hvort um eina eða fleiri tegund sé að ræða, mikil líkindi eru með stofnunum sem halda sig misdjúpt í hafinu. Karfar gjóta lifandi afkvæmum sem þroskast í kviði hrygna ólíkt flestum öðrum beinfiskum við Ísland sem hrygna hrognum eða eggjum sem þroskast utan fiskanna.

Karfi

 Teikning: Jón Baldur Hlíðberg

Karfi eða gullkarfi getur orðið mjög gamall, einhverra áratuga, og er að finna um allt Ísland og Norður-Atlantshafið. Karfar eru hægvaxta og verða kynþroska um 12 til 15 ára gamlir þegar þeir eru um 35 cm að lengd. Karfar eru oft um 40 cm þegar þeir veiðast en verða meters langir og þá um 15 kíló. Gullkarfinn er botnfiskur en leitar ofar í sjóinn, sérstaklega á nóttinni, til að neyta helstu fæðu sinnar ljósátu.