Lúða

Allt í kringum Ísland finnst stór og langlífur flatfiskur sem gengur undir ýmsum nöfnum t.d. heilagfiski, flyðra, spraka. Fiskurinn er þó þekktastur undir nafninu lúða eða stórlúða. Lúður eru stærstar beinfiska við Ísland en eru fremur hægvaxta og seinþroska. Lúður eru langar og flatar og lifa á botninum frá 50 – 2000 m dýpi. Við Ísland hefur stærst veiðst 266 kílóa og 365 cm lúða þannig að óhætt er að fullyrða að lúður verði stórar. Lúður verða kynþroska í kringum 8 til 12 ára aldurinn og eru hængarnir mun fyrr að því og eru þá um meters langir en hrygnur eru um 135 cm við kynþroska. Lúður verða talsvert gamlar og geta orðið um 50 ára mest.  

Lúða

Teikning: Jón Baldur Hlíðberg