Marhnútur

Marhnútar vekja upp blendnar tilfinningar. Gaman er þegar þeir veiðast í bryggjudorgi en á sama tíma er hálf fúlt þegar eldri kynslóðin lætur vita að þessir fiskar séu ekki borðaðir á Íslandi. Marhnútar eru af ættbálki brynvagna og eru því skyldir körfum og hrognkelsum. Ættbálkur brynvagna fær nafn sitt af því að á þeir eru flestir með hvassa ugga og gadda sem virka eins og brynja fyrir þá. Bryggjudorgarar hafa kynnst þessu margir þegar þeir stinga sig á göddum marhnútsins.

marhnútur