Síld

Síldin hefur verið kölluð silfur hafins vegna verðmæti hennar og skipar talsvert stórt hlutverk í fiskveiðisögu Íslands. Undir lok sjöunda áratugarins varð algjör aflabrestur á síldinni vegna mikillar ofveiði. Vegna þess hve síldin var mikilvæg útflutningavara var það mikið efnahagslegt áfall fyrir landið.

Síld er fremur smávaxin fiskur en stærsti fiskurinn sem veiðst hefur við Ísland 46,5 cm og verður hún mest um 700 grömm. Síldin er með grannan silfraðan líkama sem er dekkri að ofan. Síldir halda sig í stórum hópum sem kallaðir eru torfur og eru allt að nokkrum milljónum fiska í einni torfu.