Skötuselur

Skötuselur er botnfiskur af ættbálki kjaftagelgja og hefur hann fundist allt í kringum Ísland þó meira sé af honum við suðurhluta landsins. Skötuselurinn þykir ljúffengur og er mikið flutt af honum til útlanda þar sem hann telst hágæðavara. Vegna þess hann þykir svo fínn og góður er skötuselurinn verðmætur afli.

Skötuselur

Því verður seint haldið fram að skötuselurinn sé fríður fiskur. Kjaftur hans er gríðarstór og nær alla leið yfir stórt höfuðið. Tennur skötuselsins vísa í allar áttir út úr mjög skúffuðum kjálka, þar sem neðri kjálkinn nær vel fram fyrir þann efri. Stór kjaftur og beittar tennur nýtast ránfisknum skötusel vel. Í felulitum á sjávarbotninum situr fiskurinn fyrir bráð sinni sem á engrar undankomu auðið ef hún lendir í skolti skötuselsins. Skötuselurinn fæðist á ýmsum fiskitegundum s.s. þorski, löngu, ýsu, ýmsum flatfiskum og krabbadýrum.