Steinbítur

Nafn steinbítsins er dregið af hinum gríðarsterka kjálka þeirra og vígalegs tanngarðs sem hann ber. Kraftur kjálkans auðveldar steinbítum að bryðja sína helstu fæðu, skelfisk og skrápdýr, s.s. ígulker og krossfiska. Steinbítar hafa af einkennandi útliti vegna kjafts þeirra og lögunar. Þeir eru stórir, langir fiskar með grimmilegan kjaft sem lifa á sjávarbotninum.

Steinbítur

Teikning: Jón Baldur Hlíðberg

Meira er veitt af steinbíti við Ísland en við nokkuð annað land. Fiskurinn er með þétt hvítt hold og hæfilega feitur svo hann er ágætur matfiskur. Steinbítar finnast allt í kringum ísland en þeir hrygna aðallega nærri Vestfjörðunum. Athyglisvert er við steinbíta að eftir hrygningu vernda þeir hrognin. Hrygnan safnar hrognunum saman í kúlu á stærð við kálhaus og steinbíturinn hringar sig utan um hana. Hrygnan og hængurinn vernda eggin saman í nokkra daga en hængurinn gætir þeirra allt fram að klaki sem er 3 til 9 mánuði eftir hrygningu.