Ufsi

Ufsinn er algeng þorskfisktegund sem er allt í kringum Ísland. Ufsar eru spengilegir, blágráir oftast og frá 70 – 100 cm langir. Það kemur það sér vel hve spengilegir þeir eru þar sem ufsar eru göngufiskar sem synda hratt og fara langt á stuttum tíma. Af þorskfiskum flakka þeir einna mest og hafa fiskar merktir við Ísland veiðst við Skotland. Ufsar eru með mikilvægari nytjafiskum við Íslands og frá því um miðja síðustu öld hafa verið veidd 30-130 þúsund tonn af þeim á ári.

ufsi