Sjávarlíf

Ótrúleg fjölbreytni er í dýrum sjávarins. Sum þeirra eru svo sérstök að erfitt er að átta sig á því að þau séu dýr yfirhöfuð. Dæmi um það eru sæbjúgu, svampar, kórallar og sæfíflar. Nóg af vinnu er framundan ef kortleggja á það auðuga lífi sem býr í hafinu. Nokkur hundruð þúsund tegundir hafa verið greindar og flokkaðar en gert er ráð fyrir að það sé þó ekki einu sinni helmingur allra þeirra dýra sem lifa í sjónum.

Áhugavert dæmi um þekkingarleysi á sjávarlífi er að tiltölulega stutt er síðan lítið var vitað um túnfiska við Ísland. Fyrir tilstuðlan áhuga Japana á túnfiski var rannsakað hvort að grundvöllur væri fyrir veiðum hans á Íslandsmiðum. Talið var að þeir væru gestir í sjónum hérna en þegar betur var að gætt kom í ljós að þeir hafast töluvert við suður af landinu. Nú eru reglulegar túnfiskveiðar stundaðar héðan af landi.

Vesturhöfn

Af nægu er að taka varðandi rannsóknir á sjónum og lífríki hans. Lítið er vitað um stóran hluta þekktra tegunda en einnig á eftir að grafa upp fjölda fleiri tegunda, greina þær og flokka. Sá skemmtilegi heiður að gefa nýuppgötvaðri tegund nafn hlýtur sá sem uppgötvar, greinir og flokkar áður ógreinda tegund. Með því gefst gott tækifæri til að leyfa ljósi sínu að skína um ókomna tíð.