Humar

Humar er sælkeramatur og dýr vara. Leturhumar er eina tegund humars sem finnst við Ísland. Þar sem ekki erum fleiri humra að ræða úr sjónum við Ísland er leturhumar yfirleitt bara kallaður humar. Humarinn er rauðgulleitur og skiptist í það sem er kallað haus og hala. Humarinn við Ísland er fremur smágerður miðað við humartegundir sem finnast annars staðar. Kjöt sem er borðað úr humrinum kemur úr halanum en einnig er smá kjöt að finna í klónum. Vinnsla á klókjötinu er mun erfiðara en á því úr halanum en hefur aukist með betri tækni undanfarin ár. 

leturhumar