Rækjan

Við Ísland er ein rækjutegund markvisst veidd, stóri kampalampinn eða bara rækja eins og hún er oftast nefnd. Kampalampar eru kaldsjávardýr sem er veitt um allt Ísland á 50-700 m dýpi, mest þar sem er leirbotn en þó stundum á hörðum botni, en þó veiðast þeir ekki við suðurland. Sérstakt er við rækjuna að hún er tvíkynja. Framan af er hún karldýr en síðar skiptir hún um kyn og verður að kvendýri. Kynskiptin gerast þegar rækjan er frá 2 til 6 ára gömul og fer eftir ytri aðstæðum og þá helst sjávarhita. Rækjur sem veiðast við Ísland eru lagðar í ís og unnar á landi. Athyglisvert er að meira er flutt út af rækju frá Íslandi en veiðist hér. Stafar það af því óunnar rækjur eru fluttar inn til Íslands frá útlöndum, unnar hér og seldar aftur áfram. 

Stóri Kampalampi