Smokkar

Eins og nafnið ber með sér eru lindýr með mjúkan líkama. Smokkar eru lindýr sem ekki hafa skel eins og flest lindýr heldur treysta á sundhraða og styrk til að verja sig. Undantekningar eru þó bæði til þar sem afbrigði smokka hafa skel eða eitur sem varnarúrræði. Bornir saman við aðra hryggleysingja hafa þeir öflugt taugakerfi, þroskaðan heila og góða sjón. Þykja þeir nokkuð gáfaðir sérstaklega miðað við aðra hryggleysingja. Við Ísland eru tegundir kolkrabba og smokkfiska nokkrar og lifa þær yfirleitt á fremur miklu dýpi. Um allan heim eru þeir talsvert veiddir en við Ísland hefur ekki verið mikið um það. Beitusmokkurinn er þekktastur smokkfiska við Ísland og sá eini sem hefur verið nýttur. Beitusmokkur fær nafn sitt af því að hann þótti fínasta beita og var helst nýtt í það. Beitusmokkfiskurinn hefur 10 arma en flokkar smokkfiskar eru 3, tveir þeirra hafa 10 arma og skiptast í smokkfiska sem skríða hægfara eftir botninum og þá sem synda hratt um eins og beitusmokkurinn, þriðji flokkurinn hefur 8 arma. 

beitusmokkur