Svif

Svif eru örsmáar lífverur mikilvægar fyrir lífríki sjávar vegna þess að þau eru fæða nánast allra fiskseiða og fæða margra fiska út alla ævi þeirra. Svif geta ekki synt á móti straumi hafsins og reka um sjóinn með straumum hans. Svif skiptast í dýrasvif og plöntusvif eða svifþörunga. Dýrasvif, sem eru líka kölluð áta, lifa á svifþörungum sem nærast á ólífrænum efnum og breyta þau í lífræn efni með aðstoð sólarinnar. Þetta ferli svifþörunga kallast ljóstillífun og er undirstaða lífríkis sjávar þar sem orka sólarinnar er beisluð, með henni og ólífrænum efnum eru búin til ný orkurík lífræn efni. Plöntusvif eru svo étin af dýrasvifi, fiskar lifa á dýrasvifi og stærri ránfiskar á minni ránfiskum. Grundvöllur sjávarlífs er því ljóstillífun svifþörunga.