Sjávarspendýr

Í sjónum lifa þrjár tegundir spendýra eða hvalirhreifadýr s.s. selir og sækýr. Sjávarspendýr eiga það sameiginlegt með öðrum spendýrum að vera með heitt blóð og lungu. Þar sem þau hafa lungu, en ekki tálkn eins og mörg önnur vatnadýr, verða sjávarspendýr að koma uppá yfirborðið til að anda og taka upp súrefni. Heitt blóð sjávarspendýranna gerir það að verkum að orkuþörf þeirra er jöfn og þau þurfa ekki að auka fæðu sína í kaldara umhverfi. Til að halda hita sínum stöðugum hafa flest sjávarspendýr nokkuð þykkt fitulag sem einangrar þau gegn kulda sjávarins. Eins og önnur spendýr eru sjávarspendýrin ofarlega í fæðukeðjunni og verða talsvert stór, á þetta sérstaklega við um hvali sem eru stærstu dýr jarðarinnar.

andarnefja

Hópur andarnefja hafðist við á Pollinum við Akureyri í nokkrar vikur sumarið 2008, e.t.v. voru þær að fela sig fyrir háhyrningum sem oft varð vart við í mynni Eyjafjarðar á þeim tíma. Mynd: Bjarni Eiríksson

Sækýr halda sig í hitabeltinu og er þær því ekki að finna við Ísland. Hvala- og selategundir við Ísland eru hins vegar nokkrar. Tegundir sela sem kæpa, eða eignast kópa, við Ísland eru landselur og útselur. Nokkrar tegundir sela sem að staðaldri halda sig norðan af landinu í Norður-Íshafinu færa sig sunnar á veturna og koma þá oft á norðurhluta Íslands. Hringanóri, kampselur, blöðruselur og rostungur eru nokkrar selategunda, eða hreifdýra, sem hafa flækst til Íslands í gegnum tíðina. Um 10 tegundir hvala hafa fasta búsetu í sjónum við Ísland og annar eins fjöldi þeirra kemur reglulega við hér.