Hvalir

Hvalir eru stærstu dýr jarðarinnar og rúmlega 10 tegundir þeirra hafa heimkynni við Ísland. Fyrir utan þær hafa fleiri en 10 aðrar tegundir sést við Ísland. Hvalir eru spendýr og hafa lungu og þurfa að synda á yfirborðið til að anda að sér súrefni. Hvalir hafa annaðhvort tennur eða skíði til að afla sér fæðu og skiptast í flokka eftir því. Af tegundunum sem halda sig við Ísland eru aðeins færri tegundir skíðishvala en tannhvala.

hvalir_staardir

Skíði skíðishvala virka eins og sía eða sigti sem grípur fæðu þeirra úr sjó. Skíðishvalir flokkast í sandlægjur, reyðarhvali og sléttbaka. Hvalirnir synda um með opinn munninn og fer sjór með fæðu þeirra uppí þá sem þeir svo þrýsta aftur út í gegnum skíðin en eftir situr fæðan föst í fínu neti, eða vef, skíðanna. Uppistaðan í fæðu skíðishvala eru svif, smádýr og –þörungar, sem engin þörf er á að tyggja og skíðin því mun hentugri til að grípa fæðuna en tennur. Skíðishvalir eru líka ólíkir tannhvölum að því leyti að þeir hafa tvö blástursop ólíkt tannhvölum sem hafa bara eitt. 

HnúfubakurHnúfubakur rétt austan við Hrísey býr sig undir djúpköfun. Þegar þeir sýna sporðinn svona eru þeir að fara að kafa djúpt eftir fæði. Djúpkafanir vara oft í um sjö mínútur. Mynd: Bjarni Eiríksson

Skíðishvalir við Ísland eru m.a. steypireyður, langreyður, hrefna og hnúfubakur. Steypireyðurin var mikið veidd um allan heim og er sjaldgæfari því en áður en hrefnan sem líka var mikið veidd hefur náð sér betur á strik og er ekki í hættuflokki.