Selir

Selir eru rándýr og kaldsjávardýr. Þeir eru flinkir að synda, enda straumlínulagaðir, og góðir að kafa sem bæði kemur sér mjög vel í fæðuöflun þeirra. Selir eru af ættbálki hreifadýra ásamt ætt rostunga og ætt eyrnasela sem nær yfir sæljón og loðseli. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, landselur og útselur.

selur

Landselir finnast allt í kringum Ísland og eru þeir algengastir sela við landið. Þyngstir verða landselir vel yfir 100 kíló og eru þá um 2 m að lengd. Brimlarnir, karlselirnir, verða stærri en ekki er mikill stærðarmunur á kynjum landsela. Selirnir eru kubbslegir, þreknir og á baki eru þeir gulgráir eða steingráir með dílum eða doppum en á kvið eru þeir ljósgráir. 

Hegðun og útlit útselsins er töluvert ólíkt landselnum. Útselir eru mun stærri en landselir og verða allt að því tvöfalt þyngri eða um 300 kíló og um 3 m að lengd. Úselir eru mismunandi að lit eftir aldri og kyni, yfirleitt eru þeir gráir á baki með dökkum dílum á baki en einlitir annarstaðar. Fullorðin karldýr útsels eru mjög dökkir.