Nýsköpun

Ljóst er að til að veiðar Íslendinga séu sjálfbærar, það er að segja að þær standi undir sér og að ekki sé gegnið of hart á fiskistofnana, þarf að stýra hve mikið er veitt. Ófyrirsjáanlegt er að miklar stækkanir verði á stærðum fiskstofnanna, hvað þá aukningar í veiðum sem fylgja stærð stofnana. Frekari vöxtur í sjávarútvegi stafar því aðallega af nýsköpun eins og reyndar hefur verið undanfarin ár, jafnvel áratugi.

Verðmætasköpun í sjávarútvegi undanfarið hefur því mikið til farið fram í gegnum vörusköpun, betri nýtingu og auknum gæðum. Má nefna að hlutur fersks fisks hefur vaxið mjög en verðmæti ferskra sjávarafurða er almennt meira en annarra vinnsluaðferða. Til að þetta væri hægt þurfti mikla vinnu við að útbúa réttar aðstæður um borð í skipum, í fiskvinnslum og í flutningskerfinu. Nýjar aðferðir í meðhöndlun fisks hafa því leitt áfram atvinnugreinina. Standa Íslendingar framarlega í því að búa til þá tækni sem þarf til að búa til sem verðmætasta afurð úr fiski og hefur það krafist mikils hugvits og sköpunargáfu. 

Harpa

 

Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið undirstaða framþróunar í íslensku þjóðfélagi og með stórstígum tækniframförum er framleiðni sjávarútvegs á Íslandi með því besta sem þekkist í heiminum. Áhugi á aukningu verðmætis aflans drífur framþróun. Til að stíga næsta skref á vegferðinni þarf að fá inn í greinina vel þjálfað fólk með ferska nálgun og nýsköpun. Fyrirtæki hafa sprottið upp til að framleiða verðmæti úr því sem áður flokkaðist sem úrgangur m.a. í formi heilsu- og snyrtivara eða jafnvel lyfja. Traust og heiðarleiki eru grundvöllurinn að góðum tengslum og tengslanet hjálpa mikið við að ná árangri í nýsköpun. Frumkvöðlum ber sérstaklega saman um að það sé hagur af því að taka þátt í klasa til að mynda ný tengsl, fá hugmyndir og það hafi stuðlað að framþróun því það er mikilvægt að hafa hóp til að kasta á milli hugmyndum.