Vannýttar tegundir

Í sjónum við Ísland er nokkur fjöldi vannýttra tegunda. Nefna má túnfisk, sæbjúgu, kúfskel, krækling, smokkfisk, gaddakrabba og gulldeplu. Stofnar flestra þessara tegunda eru smærri en þeirra sem nú eru verðmætastar í íslenskri útgerð. Einnig er nokkur óvissa um hvort borgi sig að veiða flestar þeirra. Sumar tegundanna sem nú teljast lítið nýttar flakka talsvert inn og út úr sjónum við Ísland og stöðugleiki í veiði þeirra því lítill. Engu að síður eru hér nokkur tækifæri sem vert er að kanna betur.

Björt Höfn