Hafið við Ísland

Íslendingar tengjast hafinu mikið og treysta sérstaklega mikið á það. Ómögulegt er að komast til eða frá landinu án þess að fara yfir hafið. Okkar helsta samgönguleið í gegnum aldirnar hefur verið að sigla yfir það og tiltölulega nýlega bættist við sá kostur að hægt er að fljúga yfir það. Sjávarfang, afurðir hafsins, skipa stóran sess í útflutningi okkar og treystum við því mikið á hafið til að skapa tekjur fyrir íbúa landsins.

Svæði hafsins eru bera ólík nöfn eftir dýpt og staðsetningu útfrá landi. Fjörur eða strendur eru sá hluti sem þess sem liggur að landi og sá sem við þekkjum best þekktastur þar sem aðgengi er einfalt fyrir okkur. Utar í sjónum tekur við landgrunnið og er sá hluti sjósins sem er tiltölulega grunnur eða allt að um 200 metrar og er hálfgerð framlenging á landinu neðansjávar. Við enda landgrunnsins er brún þar sem við tekur brött landgrunnshlíðin niður að djúpsjávarbotninum sem er í 3 - 6 km dýpi. Djúp gil geta svo verið í djúpsjávarbotninum sem eru kallaðir djúpálar. 

.hafstraumar