Hafstraumar

Þegar norðlæg staðsetning Íslands á heimskortinu er skoðuð, kynnu einhverjir að ætla að sjórinn í kringum landið væri kaldur og líflaus. Staðreyndin er hins vegar sú að sjórinn í kringum Ísland er iðandi af lífi. Skýringuna má finna í samspili hafstraumanna og landgrunnsins sem umlykja landið.