Mjöl og lýsi

Mjöl og lýsi er unnið úr ýmsum fisktegundum sem minna hafa verið nýttar til manneldis. Á Íslandi á þetta helst við um uppsjávartegundir og eru stórar loðna, síld, kolmunni og makríll. Fiskmjöl og lýsi er einnig búið til úr brotfalli og úrgangi þeirra tegunda sem nýttar eru til manneldis. Bein, hryggir, roð og innyfli sem annars væri fleygt eru þá nýtt í framleiðsluna og þannig er dregið úr mengun ásamt því að auka verðmæti fisksins. Nú eru fiskimjöl og lýsi aðallega nýtt sem fóður fyrir landbúnað og fiskeldi. Megnið af lýsi í heiminum fer í fiskeldi þar sem mikil þörf er á ómega-3 fitusýrum sem eru í lýsi. Nauðsyn er að bæta fitusýrunum við fæðu eldisfisks þar sem án þessarar fæðubótar væru eldisfiskar snauðir af þeim og ekki eins hollir.

Hafnarsvæði

Upphaf bræðslu á Íslandi er að rekja til Siglufjarðar þar sem síld var brædd. Í fyrstu var lýsi unnið til notkunar sem orkugjafi og mjölið sem varð til við framleiðslu þess annaðhvort hent eða notað sem áburður. Síld var sett í trékör og hún hituð með gufu. Lýsi var svo pressað úr gufuhituðu síldinni og mjölið nýtt sem áburður. Frá þessum tíma hefur verið mikil þróun og er nú orðið svo að framtíðin í vinnslu lýsis er til manneldis. Hærra verð fæst fyrir lýsi sem hæft er til manneldis og framtíðartækifæri talin í að auka þá framleiðslu.