Um Trilluna

Trillan er vefsíða um íslenskan sjávarútveg ásamt spurningaleik. Spurningaleikinn má einnig nálgast sem smáforrit fyrir snjalltæki. Markmiðið er að nemendur kynnist sjávarútveginum og hlutverki hans í íslensku samfélagi á skemmtilegan og líflegan máta. Sjávarútvegurinn spannar mjög vítt svið og því er ætlunin að kveikja áhuga nemenda á ólíkum hliðum þessa rótgróna en fjölbreytta atvinnuvegs.

 

klasinnlogo

 

Trillan er styrkt af Rannsóknarsjóði síldarútvegsins og Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. Námsefnið er fengið að stórum hluta frá Háskólanum á Akureyri (Bjarni Eiríksson, Hreiðar Þór Valtýsson og Hörður Sævaldsson) og neðansjávarmyndir eru frá Erlendi Bogasyni. Teikningar af fiskum eru eftir Jón Baldur Hlíðberg sem heldur úti vefsíðunni fauna.is. Annað efni er unnið af Íslenska sjávarklasanum.

 

RS                                    SSF

 

 

                                                 unaklogo